Borgarafundur Stjórnarskrárfélagsins í Iðnó 17. október kl. 20. 2012
Sjö stutt erindi í tilefni þjóðaratkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána 20. október.
• Elvira Mendez Pinedo, prófessor
• Freyja Haraldsdóttir, fyrrum fulltrúi í Stjórnlagaráði
• Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur
• Guðrún Pétursdóttir, fyrrum formaður stjórnlaganefndar
• Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, ritstjóri
• Svanur Kristjánsson, prófessor
Fundarstjóri: Hörður Torfason, tónlistarmaður.
Tónlist: Diddú og Þórir Baldursson
Dagskrá:
20:00 Tónlist: Þórir Baldursson leikur á Hammond- orgel meðan fundargestir koma sér fyrir.
20:15: Fundur settur og fundarstjóri tekur við.
20:20 Fjögur stutt erindi.
21:00 Tónlist: Diddú syngur við undirleik Þóris Baldurssonar.
21:10 Þrjú stutt erindi.
21:40 Fundi slitið.
Um er að ræða lokafund í röð átta funda sem Stjórnarskrárfélagið hefur staðið fyrir í Iðnó frá því í mars. Fundurinn verður með öðru sniði en fyrri fundir í röðinni, þar sem aðeins verða flutt erindi og tónlist, en ekki pallborðsumræður eða fyrirspurnir úr sal.
Allir velkomnir. Fjölmennum!
Stjórnarskrárfélagið