Mismunandi hlutverk stjórnarskráa – Ráðstefna

Fimmtudaginn 20. október kl 14-17 verður haldin opin, alþjóðleg ráðstefna um stjórnarskrárumbætur í ljósi mismunandi hlutverka stjórnarskráa. Fyrirlesarar nálgast málefnið frá ólíkum og frumlegum útgangspunktum sem óvanalegir eru í íslenskri umræðu. Ráðstefnan er opin almenningi en jafnframt ætluð fræðafólki. Eftir hvern fyrirlestur munu framsögumenn leitast við að svara spurningunni um, hvaðan lögmæti stjórnarskráa kemur, í… Continue reading Mismunandi hlutverk stjórnarskráa – Ráðstefna

Borgarafundur í Borgarleikhúsinu

Síðastliðna helgi var haldinn frábær borgarafundur á vegum Stjórnarskrárfélagsins og Borgarleikhússins og í samstarfi við HÍ. Hér fyrir neðan er tengill þar sem hægt að sjá fundinn. https://youtu.be/ZJPESu3yp7k?t=1h7m56s Þar sem fundurinn  var með svipuðu fyrirkomulagi og þjóðfundirnir þá getur verið erfitt að ná umræðunni á borðunum í svona upptöku en erindin sem byrja þegar 1:08:00… Continue reading Borgarafundur í Borgarleikhúsinu

Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins 1. nóvember

Kæru félagar Stjórnarskrárfélagsins. Boðað er til aðalfundar Stjórnarskrárfélagsins kl 15, sunnudaginn 1. nóvember á annari hæð á Kaffí Sólon, Bankastræti 7a.   Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning stjórnar. 5. Önnur mál.   Ekki liggja fyrir neinar tillögur að lagabreytingum og því má búast við að hefbundin aðalfundarstörf taki tiltölulega stuttan… Continue reading Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins 1. nóvember

Fundur fólksins

Fundur fólksins er haldin frá fimmtudeginum 11. júní til laugardagsins 13. í Vatnsmýrinni við Norræna húsið með fjölbreyttri dagskrá. Stjórnarskrárfélagið lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta og verður með tjald á svæðinu. Félagið stendur líka fyrir tveim viðburðum, annars vegar sýningu á myndinni Blueberry soup og erindi og umræðum undir fyrirsögninni Aðallinn og lýðurinn.  … Continue reading Fundur fólksins

Ályktun frá Stjórnarskrárfélaginu

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst vilja að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá fari fram samhliða forsetakosningunum á næsta ári. Að mati Bjarna eru forsendur fyrir því að bæta við ákvæðum um umhverfis- og auðlindamál, þjóðaratkvæðagreiðslur og takmarkað framsal valdheimilda. Um leið og Stjórnarskrárfélagið fagnar allri umræðu um stjórnarskrána vill félagið minna á að… Continue reading Ályktun frá Stjórnarskrárfélaginu